Fréttatilkynning: Velferðarsjóður barna úthlutar styrkjum og veitir Barnamenningarverðlaun þriðjudaginn 7. desember 2011 í Iðnó.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni, formanni Íþróttafélags fatlaðra, Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna (verðlaunagrip úr silfri eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið) en þetta er í 6. sinn sem verðlaunin eru veitt. Íþróttafélag fatlaðra fær kr. 2.000.000 í styrk til að efla starfsemi sína. Samtals nema styrkir sem afhentir eru í dag um kr. 7.000.000. Mæðrastyrksnefnd fær 1.500.000, Hjálparstarf kirkjunnar fær 1.000.000 til kaupa á miðum í leikhús og aðra listviðburði. Fjölsmiðjan fær kr. 500.000 til tækjakaupa. Dyngjan, áfangaheimili fyrir konur og börn fær kr. 1.000.000. Listasmiðja og höfundasmiðja sem hafa verið starfræktar í Melaskóla í vetur undir stjórn Ingu Bjarnason og Hlínar Agnarsdóttur, kr. 500.000. Auk þess eru nokkrir styrkir veittir til smærri verkefna.

VelferdarsjodurBarna-uthlutun-2011 (16)